Stefna enn á 100 þúsund króna leiguverð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júlí 2018 20:00 Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira