Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 19:00 Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við, eins og sést á mynd. Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla, vill að tekið verði á málinu. Vísir/Samsett Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira