Læknir Hvíta hússins dregur sig í hlé í skugga ásakana um misferli 26. apríl 2018 12:50 Jackson vakti töluverða athygli þegar hann lofaði heilsu og gen Trump forseta í janúar. Vísir/AFP Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum. Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum.
Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58