Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 14:50 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnir ársreikninginn í dag. mynd/reykjavíkurborg Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira