Mönnum úr gistiskýlinu boðið í jólaferð um Suðurlandið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 12:45 Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira