Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:00 Umsjón og gerð myndbandanna var í höndum Helgu Arnardóttur og Braga Þórs Hinrikssonar. Skjáskot/Youtube „Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00