Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira