„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 19:45 Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30