Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 2. febrúar 2018 14:30 Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00