Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 2. febrúar 2018 14:30 Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00