Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara.
„Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili.
„Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“
„Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri.
Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið.
Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.
Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ
— FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018