Innlent

Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. vísir/anton
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. Fulltrúaráð flokksins í Kópavogi samþykkti lista Sjálfstæðismanna á fundi fyrr í kvöld.

Í öðru sæti listans er Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK og forseti bæjarstjórnar, Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og skrifstofustjóri, er í þriðja sæti, Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri og bæjarfulltrúi, er í fjórða sæti, Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi, er í fimmta sæti og í því sjötta er Jón Finnbogason, lögmaður og varabæjarfulltrúi.

„Fulltrúaráðið ákvað í nóvember síðastliðnum að framboðslisti skyldi valinn með uppstillingu að þessu sinni og var níu manna uppstillingarnefnd falið að gera tillögu að framboðslista. Auglýst var eftir framboðum og gáfu alls 22 einstaklingar kost ár sér.

Ragnheiður S. Dagsdóttir, formaður uppstillingarnefndar, kynnti tillögu nefndarinnar og tók fram að kynjaskiptingin væri jöfn, hvort sem horft væri til efstu sex eða efstu tólf sæta listans. Meðalaldur á listanum væri 47 ár, þetta væri reynslumikill hópur og mikil fjölbreytni einkenndi starfssvið og menntun frambjóðenda,“ segir í tilkynningu frá fulltrúaráðinu en framboðslistann má sjá hér fyrir neðan.

1. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri

2. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK og forseti bæjarstjórnar

3. Karen Elísabet  Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og skrifstofustjóri

4. Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri og bæjarfulltrúi

5. Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi

6. Jón Finnbogason, lögmaður og varabæjarfulltrúi

7. Andri Steinn Hilmarsson, blaðamaður og háskólanemi

8. Júlíus Hafstein, fyrrverandi skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

9. Halla Karí Hjaltested, framkvæmdastjóri

10. Davíð Snær Jónsson, nemandi og grafískur miðlari

11. Bergþóra Þórhallsdóttir, deildarstjóri

12. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur

13. Kristinn Þór Ingvason, kerfis- og viðskiptafræðingur

14. Signý S. Skúladóttir, sölu- og markaðsstjóri

15. Kristinn Örn Sigurðsson, nemi

16. Valdís Gunnarsdóttir, hagfræðingur

17. Jón Haukur Ingvason, framkvæmdastjóri

18. Óli M. Lúðvíksson. skrifstofustjóri

19. Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur

20. Lárus Axel Sigurjónsson, flotastýring akstursþjónustu Strætó bs.

21. Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri

22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×