Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2018 08:21 Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Vísir/AFP Kröfu Rússa á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt var hafnað en þeir vildu fá ráðið til að álykta um að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum, í samstarfi við Rússa. Bretar saka Rússa um að hafa staðið á bakvið árásina, en Sergei Skripal er fyrrverandi njósnari sem dæmdur var í Rússlandi fyrir njósnir en síðar sendur til Bretlands. Hann hafði komið sér fyrir í Salisbury ásamt dóttur sinni en fyrir fimm vikum fundust feðginin illa haldin eftir að eitrað hafði verið fyrir þeim. Rússar neita allri aðild að málinu og krefjast þess að fá aðgang að rannsókninni. Því hafna Bretar algerlega og hafa fengið vestræn ríki, þar á meðal Ísland, í lið með sér til að fordæma Rússa. Fjöldi rússneskra diplómata hefur verið rekinn heim í mótmælaskyni og Rússar hafa svarað í sömu mynt. Rússar benda á að þótt eitrið sem notað var í árásinni hafi verið fundið upp í Rússlandi segi það ekkert um sekt þeirra í málinu. Karen Pierce, sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á móti að það væri fáránlegt að hleypa Rússum, sem væru að öllum líkindum gerendurnir í málinu, inn í rannsóknina. Það væri, eins og hún orðaði það, eins og ef Scotland Yard, lögreglan í Bretlandi myndi bjóða Moriarty, illmenninu í sögunum um Sherlock Holmes í heimsókn. Sergei Skripal er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi en Julia er sögð á batavegi. Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Kröfu Rússa á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt var hafnað en þeir vildu fá ráðið til að álykta um að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum, í samstarfi við Rússa. Bretar saka Rússa um að hafa staðið á bakvið árásina, en Sergei Skripal er fyrrverandi njósnari sem dæmdur var í Rússlandi fyrir njósnir en síðar sendur til Bretlands. Hann hafði komið sér fyrir í Salisbury ásamt dóttur sinni en fyrir fimm vikum fundust feðginin illa haldin eftir að eitrað hafði verið fyrir þeim. Rússar neita allri aðild að málinu og krefjast þess að fá aðgang að rannsókninni. Því hafna Bretar algerlega og hafa fengið vestræn ríki, þar á meðal Ísland, í lið með sér til að fordæma Rússa. Fjöldi rússneskra diplómata hefur verið rekinn heim í mótmælaskyni og Rússar hafa svarað í sömu mynt. Rússar benda á að þótt eitrið sem notað var í árásinni hafi verið fundið upp í Rússlandi segi það ekkert um sekt þeirra í málinu. Karen Pierce, sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á móti að það væri fáránlegt að hleypa Rússum, sem væru að öllum líkindum gerendurnir í málinu, inn í rannsóknina. Það væri, eins og hún orðaði það, eins og ef Scotland Yard, lögreglan í Bretlandi myndi bjóða Moriarty, illmenninu í sögunum um Sherlock Holmes í heimsókn. Sergei Skripal er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi en Julia er sögð á batavegi.
Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53