Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:34 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun sé verið að hygla fjármagnseigendum. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09