KSÍ vill yfirbyggðan völl með opnanlegu þaki sem gæti borgað sig á áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:49 Guðni Bergsson vill yfirbyggðan völl. fréttablaðið Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira