Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um meint vanhæfi bæjarfulltrúa í Sundhallarmáli Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. apríl 2018 06:00 Sundhöllin sem til stendur að rífa. Vísir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00