Meirihluti andvígur áfengissölu í matvöruverslunum samkvæmt nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2018 13:22 Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Vísir/ERNIR Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun. Áfengi og tóbak Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun.
Áfengi og tóbak Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira