Mörg lönd hafi verið nefnd sem hugsanlegir fundarstaðir en myndi Friðarhúsið á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja ekki vera heppilegast spyr Trump.
Numerous countries are being considered for the MEETING, but would Peace House/Freedom House, on the Border of North & South Korea, be a more Representative, Important and Lasting site than a third party country? Just asking!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2018
Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi forstjóri CIA, Mike Pompeo sagði stjörnvöld ekki ætla að blekkjast. „Við þekkjum söguna og munum semja á annan veg en áður. Við þurfum að sjá sönnun fyrir afkjarnorkuvæðingu, ekki eintóm loforð,“ sagði Pompeo í viðtali við fjölmiðilinn ABC.
Trump var orðaður við Friðarverðlaun Nóbels á kosningafundi sínum í Michigan á laugardag og forseti Suður-Kóreu tekur í sama streng.
„Trump má taka Friðarverðlaunin. Það sem við þurfum er aðeins friður,“ sagði Moon samkvæmt fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnar hans.