Sigmundur segir verðandi þjóðarsjúkrahús frægast af mygluhúsum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 10:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00
Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11