Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 15:50 Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-og félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi. Vísir/Eyþór Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni. Smálán Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni.
Smálán Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira