Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:19 Margar verslanir eru opnar á frídegi verslunarmanna, sem er einmitt í dag. Vísir Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. Hann hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins og gefa þar með verslunarmönnum frí í dag. Fyrir 124 árum síðan var frídagur verslunarmanna haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Verslunareigendur tóku þá upp á því að veita verslunarmönnum sínum frí þennan umrædda dag. Síðan þá hefur dagurinn þróast út í að vera hluti af stærstu ferðahelgi ársins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins og gefa þar með verslunarmönnum frí á þessum hátíðardegi. „Ef það eru fleiri sem gera það og við nýtum samtakamáttinn sem við höfum sem neytendur þá mun ekki borga sig að hafa opið á þessum degi. Fólk má vinna ef það vill, en það er ekki vinnuskylda. Það er ekki hægt að skylda fólk til að vinna á þessum degi. En við getum með neysluhegðun okkar haft áhrif svo sannarlega,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þá harmar Ragnar það að hinar ýmsu verslanir auglýsi hátíðartilboð í tilefni frídagsins. „Þá var maður vitni að því að verslanir voru að hafa sérstök hátíðartilboð á þessum degi sem mér finnst ákaflega dapurleg þróun. Við í verkalýðshreyfingunni og almenningur eigum að reyna að halda í þessar hefðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Neytendur Tengdar fréttir VR skorar á atvinnurekendur að gefa verslunarfólki frí á mánudaginn Það sé þó miður að síðustu ár hafi það færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna. 1. ágúst 2018 16:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. Hann hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins og gefa þar með verslunarmönnum frí í dag. Fyrir 124 árum síðan var frídagur verslunarmanna haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Verslunareigendur tóku þá upp á því að veita verslunarmönnum sínum frí þennan umrædda dag. Síðan þá hefur dagurinn þróast út í að vera hluti af stærstu ferðahelgi ársins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins og gefa þar með verslunarmönnum frí á þessum hátíðardegi. „Ef það eru fleiri sem gera það og við nýtum samtakamáttinn sem við höfum sem neytendur þá mun ekki borga sig að hafa opið á þessum degi. Fólk má vinna ef það vill, en það er ekki vinnuskylda. Það er ekki hægt að skylda fólk til að vinna á þessum degi. En við getum með neysluhegðun okkar haft áhrif svo sannarlega,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þá harmar Ragnar það að hinar ýmsu verslanir auglýsi hátíðartilboð í tilefni frídagsins. „Þá var maður vitni að því að verslanir voru að hafa sérstök hátíðartilboð á þessum degi sem mér finnst ákaflega dapurleg þróun. Við í verkalýðshreyfingunni og almenningur eigum að reyna að halda í þessar hefðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Neytendur Tengdar fréttir VR skorar á atvinnurekendur að gefa verslunarfólki frí á mánudaginn Það sé þó miður að síðustu ár hafi það færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna. 1. ágúst 2018 16:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
VR skorar á atvinnurekendur að gefa verslunarfólki frí á mánudaginn Það sé þó miður að síðustu ár hafi það færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna. 1. ágúst 2018 16:24