Innlent

Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir 26 ára karlmanni fyrir nauðgun í júní 2015. Maðurinn, Fjölnir Guðsteinsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti en hafði áður fengið tveggja ára dóm í héraði sem hann áfrýjaði.

Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði og endaþarmsmök við konu gegn vilja hennar þar sem hann notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar, eins og segir í dómnum.

Þá var Fjölnir dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur sem var 200 þúsund krónum meira en í héraði.

Framburður konunnar þótti stöðugur á meðan dómurinn taldi ekki trúverðugt að konan hefði haft endaþarmsmök með manninum með hennar vilja eins og maðurinn hélt fram. Þá fékk framburður konunnar stoð í framburði annarra vitna í málinu.

Dóminn í heild má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×