Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 19:33 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira