Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 19:33 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira