Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Samgöngur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Samgöngur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira