Vonast eftir fordæmisgefandi dómi vegna hatursorðræðu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2018 12:09 Vísir/eyþór Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar." Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar."
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00