Vonast eftir fordæmisgefandi dómi vegna hatursorðræðu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2018 12:09 Vísir/eyþór Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar." Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar."
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00