Íslendingur fékk „óskarsverðlaun“ flugsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. maí 2018 20:56 Einkaþota með fallhlíf sem hönnuð var undir stjórn íslensks flugverkfræðings hlaut á dögunum hin virtu Collier verðlaun vestanhafs. Fallhlífatæknin hefur þegar bjargað fjölmörgum mannslífum, en hönnuðurinn segir viðurkenninguna eins konar óskarsverðlaun á sviði flugs. Verðlaunin eru veitt ár hvert þeim sem teljast hafa unnið hvað stærstu afrekin í loft- eða geimferðum í Bandaríkjunum. Verðlaunaverkefnið 2017 er framúrstefnuleg einkaþota hönnuð undir stjórn Íslendingsins Snorra Guðmundssonar. Aðeins þarf einn flugmann í vélina sem er umtalsvert ódýrari en gengur og gerist. Hún hefur þó einnig aðra og óvenjulegri eiginleika. „Hún er með fallhlíf um borð sem getur borið þotuna í heilu lagi til jarðar,“ segir Snorri. Tæknin er þar í fyrsta sinn notuð í þotu af þessari stærð, en Snorri hefur áður unnið að hönnun minni vélar sem einnig voru búnar fallhlíf. Snorri kveðst auðvitað vona að aldrei þurfi að nota fallhlífarnar í nýju þotunum, en tæknin hefur þó þegar bjargað tugum mannslífa í þeim minni. „Ég man þegar þetta gerðist í fyrsta skipti. Það var svo mikill léttir og gleði að flugmaðurinn skyldi hafa bjargast og útbúnaðurinn hafi komið út nákvæmlega eins og hann var hannaður,“ segir Snorri. Hann segir verðlaunin gríðarlega mikla viðurkenningu, en meðal fyrri verðlaunahafa eru Orville Wright og áhöfn fyrstu geimferjunnar sem lenti á tunglinu. Snorri hefur verið heillaður af flugi alla tíð. „Þegar ég var táningur hjólaði ég iðulega niður á flugvöll úr smáíbúðahverfinu, á hverjum degi, hvort sem rigndi eða ekki,“ segir Snorri. Hann segir ekki hafa verið aftur snúið, og ákvað að í framtíðinni skyldi hann búa til flugvélar. Hann hélt því í nám í flugverkfræði í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið síðan. „Það var ekki auðvelt fyrir mig að rífa mig upp frá fjölskyldunni og öllu sem ég var vanur. Ég gerði mér samt grein fyrir því að ef maður gerir það ekki þá kemur draumurinn aldrei til með að rætast,“ segir Snorri að lokum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira
Einkaþota með fallhlíf sem hönnuð var undir stjórn íslensks flugverkfræðings hlaut á dögunum hin virtu Collier verðlaun vestanhafs. Fallhlífatæknin hefur þegar bjargað fjölmörgum mannslífum, en hönnuðurinn segir viðurkenninguna eins konar óskarsverðlaun á sviði flugs. Verðlaunin eru veitt ár hvert þeim sem teljast hafa unnið hvað stærstu afrekin í loft- eða geimferðum í Bandaríkjunum. Verðlaunaverkefnið 2017 er framúrstefnuleg einkaþota hönnuð undir stjórn Íslendingsins Snorra Guðmundssonar. Aðeins þarf einn flugmann í vélina sem er umtalsvert ódýrari en gengur og gerist. Hún hefur þó einnig aðra og óvenjulegri eiginleika. „Hún er með fallhlíf um borð sem getur borið þotuna í heilu lagi til jarðar,“ segir Snorri. Tæknin er þar í fyrsta sinn notuð í þotu af þessari stærð, en Snorri hefur áður unnið að hönnun minni vélar sem einnig voru búnar fallhlíf. Snorri kveðst auðvitað vona að aldrei þurfi að nota fallhlífarnar í nýju þotunum, en tæknin hefur þó þegar bjargað tugum mannslífa í þeim minni. „Ég man þegar þetta gerðist í fyrsta skipti. Það var svo mikill léttir og gleði að flugmaðurinn skyldi hafa bjargast og útbúnaðurinn hafi komið út nákvæmlega eins og hann var hannaður,“ segir Snorri. Hann segir verðlaunin gríðarlega mikla viðurkenningu, en meðal fyrri verðlaunahafa eru Orville Wright og áhöfn fyrstu geimferjunnar sem lenti á tunglinu. Snorri hefur verið heillaður af flugi alla tíð. „Þegar ég var táningur hjólaði ég iðulega niður á flugvöll úr smáíbúðahverfinu, á hverjum degi, hvort sem rigndi eða ekki,“ segir Snorri. Hann segir ekki hafa verið aftur snúið, og ákvað að í framtíðinni skyldi hann búa til flugvélar. Hann hélt því í nám í flugverkfræði í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið síðan. „Það var ekki auðvelt fyrir mig að rífa mig upp frá fjölskyldunni og öllu sem ég var vanur. Ég gerði mér samt grein fyrir því að ef maður gerir það ekki þá kemur draumurinn aldrei til með að rætast,“ segir Snorri að lokum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira