Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2018 19:00 Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa. Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa.
Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira