Innlent

Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýr meirihluti gæti verið að fæðast í Vestmannaeyjum.
Nýr meirihluti gæti verið að fæðast í Vestmannaeyjum.
Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Fram kemur í tilkynningu frá listunum að stefnt sé að því að ljúka viðræðunum um næstu helgi.

Í samtali við Vísi í gær sagði Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, að samstarfsvilji væri hjá báðum flokkum.

Sjá einnig: Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum

Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn.

Spurður út í bæjarstjórstólinn sagði Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. Hver niðurstaðan verður mun þó ráðast af viðræðunum, sem nú eru formlega hafnar.


Tengdar fréttir

Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð

Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×