Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira