Álagið á bráðamóttöku eykst frekar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira