Þyrlan var að störfum til þrjú í nótt vegna flugvélarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:01 Karl og kona sem voru í flugvél sem fór niður í Kinnarfjöllum seint í gær sluppu heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá.
Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00