Minnst níu tóku upp símann á 30 mínútum á rauðu ljósi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 20:00 Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Baldur Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira