Láta draum Andra rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 21:27 vísir/egill Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“ Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira