Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2018 17:55 Heimir á blaðamannafundi er hann stýrði íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“ Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“
Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49