Innlent

Sex handteknir og krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík ásamt sérsveit lögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum í gær. Húsleitir voru framkvæmdar á nokkrum stöðum.
Lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík ásamt sérsveit lögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum í gær. Húsleitir voru framkvæmdar á nokkrum stöðum. Fréttablaðið/Auðunn

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fimm menn voru handteknir á Strandgötu á Akureyri í gær vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu í gær og sjá sjötti var handtekinn í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar.



Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist málið fíkniefnauppgjöri.



Mennirnir eru grunaðir um að hafa beitt þrítugan mann ofbeldi á fimmtudag og svipt hann frelsi sínu. Mennirnir hafa flestir komið áður við sögu hjá lögreglu, ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. 



Rannsókn málsins hefur miðað áfram að sögn lögreglunnar og eru yfirheyrslur hafnar. „Vegna rannsóknarhagsmuna er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.



Lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra tóku þátt í umfangsmiklum aðgerðum á Akureyri vegna málsins í gær. Þá voru framkvæmdar húsleitir á nokkrum stöðum og naut lögreglan á Akureyri stuðnings tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við þá vinnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×