Hetja í Þelamörk látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 15:21 Þýskur hermaður í Osló í síðari heimsstyrjöldinni. Nasistar hernámu Noreg árið 1940 og héldu til stríðsloka árið 1945. Vísir/Getty Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann. Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann.
Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent