„Gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir tækifærið“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. október 2018 15:30 Jón Þór var kynntur til leiks í dag vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var í dag kynntur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann segist stoltur og þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa fengið tækifærið til þess að sinna þessu verkefni næstu árin,“ sagði Jón Þór er ráðningin var kunngjörð. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu fram yfir næsta stórmót komist liðið þangað. „Ég hef fylgst mjög vel með þessu liði undan farin ár sem stuðningsmaður og aðdáandi og er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna þetta starf næstu árin.“ Ian Jeffs verður Jóni til aðstoðar og sagðist hann hafa barist fyrir því að fá Jeffs inn. Hann hefur verið við þjálfun kvennaliðs ÍBV síðustu ár og kemur inn með mikla reynslu úr kvennaboltanum. Jón Þór sagði mikilvægt að fá Jeffs inn þar sem hann sjálfur hefur ekki reynsluna úr kvennaboltanum. „Ég fyrst og fremst hlakka mikið til þess,“ sagði Jón Þór aðspurður hvernig honum litist á að fara að þjálfa konur. „Þetta eru frábærir leikmenn og frábært lið.“ „Ég hef komið að uppbyggingarstarfi bæði í karla og kvennafótbolta. Það er auðvitað alltaf þannig þegar þú tekur við nýju liði að það eru mismunandi aðstæður og þú þarft að kynnast nýjum leikmönnum, komast að kostum og göllum og mismunandi veikleikum.“ „Fótbolti er bara fótbolti.“ Jón Þór á von á að hans fyrsta verkefni verði í nóvember, það gæti þó orðið bara æfingaverkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn fara líklega fram í janúar. Næsta undankeppni liðsins hefst í september 2019, undankeppni EM 2021. Íslenski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson var í dag kynntur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann segist stoltur og þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er mjög stoltur og ánægður að hafa fengið tækifærið til þess að sinna þessu verkefni næstu árin,“ sagði Jón Þór er ráðningin var kunngjörð. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu fram yfir næsta stórmót komist liðið þangað. „Ég hef fylgst mjög vel með þessu liði undan farin ár sem stuðningsmaður og aðdáandi og er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna þetta starf næstu árin.“ Ian Jeffs verður Jóni til aðstoðar og sagðist hann hafa barist fyrir því að fá Jeffs inn. Hann hefur verið við þjálfun kvennaliðs ÍBV síðustu ár og kemur inn með mikla reynslu úr kvennaboltanum. Jón Þór sagði mikilvægt að fá Jeffs inn þar sem hann sjálfur hefur ekki reynsluna úr kvennaboltanum. „Ég fyrst og fremst hlakka mikið til þess,“ sagði Jón Þór aðspurður hvernig honum litist á að fara að þjálfa konur. „Þetta eru frábærir leikmenn og frábært lið.“ „Ég hef komið að uppbyggingarstarfi bæði í karla og kvennafótbolta. Það er auðvitað alltaf þannig þegar þú tekur við nýju liði að það eru mismunandi aðstæður og þú þarft að kynnast nýjum leikmönnum, komast að kostum og göllum og mismunandi veikleikum.“ „Fótbolti er bara fótbolti.“ Jón Þór á von á að hans fyrsta verkefni verði í nóvember, það gæti þó orðið bara æfingaverkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn fara líklega fram í janúar. Næsta undankeppni liðsins hefst í september 2019, undankeppni EM 2021.
Íslenski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira