Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:15 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar Ljósmynd/aðsend Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira