Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:15 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar Ljósmynd/aðsend Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“ Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira