Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira