Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Mirjam Foekje van Twuijver. Dæmd í fíkniefnamál. Er laus en þarf að fara aftur í afplánun. „Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuldur: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuldur: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21
Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum