Innlent

Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu

Birgir Olgeirsson skrifar
Fréttablaðið/Stefán
Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála felldi nýlega úr gildi ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar um að vísa hol­lenskri konu úr landi. Morgunblaðið greinir frá þessu. Konan, Mirjam Foekje van Twuijver, var dæmd í 8 ára fang­elsi árið 2016 fyr­ir stór­felld­an fíkni­efnainn­flutn­ing. Í apríl ákvað stofnunin að konunni skyldi vísað úr landi og að hún ætti að sæta 20 ára endurkomubanni til Íslands.

Með vísun í allsherjarreglu og almannaöryggis ef grundvallarhagsmunum samfélagsins stafar raunveruleg, yfirvofandi og nægilega alvarleg ógn af viðkomandi manneskju.

Í úrskurði kærunefndarinnar kemur hins vegar fram að nefndinni þyki Twuijer ekki líkleg til að fremja brot á nýju og úrskurður Útlendingastofnunar því felldur úr gildi.


Tengdar fréttir

Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar

Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim.

Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti

Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.