Fannst vanta meðgönguapp á íslensku fyrir verðandi foreldra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 11:30 Forritið mun eflaust gagnast mörgum verðandi foreldrum hér á landi. vísir/getty Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels