Fannst vanta meðgönguapp á íslensku fyrir verðandi foreldra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 11:30 Forritið mun eflaust gagnast mörgum verðandi foreldrum hér á landi. vísir/getty Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Börn og uppeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira