Telja sig geta bent á tíu lögbrot við útskrift af geðdeild Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Fjölskylda manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða telur sig geta bent á tíu lögbrot sem framin voru þegar hann var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði. Formaður Geðhjálpar segir vanta úrlausn í málum einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá tuttugu ára baráttu fjölskyldu manns með alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans af deildinni. Fjölskyldan telur að það vanti langtíma úrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda sem hvergi á skjól í heilbrigðiskerfinu. Næstu skref fjölskyldunnar eru að senda inn formlega kvörtun til spítalans og ráðherra þar sem þau telja sig geta bent á að minnsta kosti tíu lögbrot sem brotin voru á manninum við útskrift hans. Fyrir liggur dómur þar sem maðurinn var sviptur sjálfræði. Lögfræðingur fjölskyldunnar og spítalinn hafa fundað um málið. Spítalinn neitar að tjá sig. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, telur að þegar fólk leiti til spítalans vegna ákveðins vanda eigi það rétt á að fá úrlausn sinna mála. Geðhjálp hefur fengið ábendingar nú í sumar um að fólk sem leitað hefur til spítalans telur sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem það þurfti. „Það hefur verið gríðarlegt álag á geðsviðinu á þessu ári sérstaklega. Nýtingin er um 108 prósent. Þá segir sig sjálft að það sé gríðarlega mikið á lag á spítalanum og starfsfólki. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og skortur á fjármunum, það þarf að leysa. Svo þarf að vera gríðarlega góð samvinna við sveitarfélögin. Það er ekki nóg því þau þurfa líka að vera með úrræði við hæfi. Það þarf húsnæði og meðferð og tryggja þessa samfellu, það er það sem við viljum sjá,” segir Anna Gunnhildur. Hún bendir einni á að í geðheilbrigðisstefnunni kemur fram að binda eigi í lög þétta samvinnu sveitarfélaga og ríkis. „Ég veit ekki hvort hafist sé handa við það. En bendi á að það er mjög mikilvægt því þessi flokkur liggur þarna báðum megin,” segir hún. Tengdar fréttir Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Fjölskylda manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða telur sig geta bent á tíu lögbrot sem framin voru þegar hann var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði. Formaður Geðhjálpar segir vanta úrlausn í málum einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá tuttugu ára baráttu fjölskyldu manns með alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans af deildinni. Fjölskyldan telur að það vanti langtíma úrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda sem hvergi á skjól í heilbrigðiskerfinu. Næstu skref fjölskyldunnar eru að senda inn formlega kvörtun til spítalans og ráðherra þar sem þau telja sig geta bent á að minnsta kosti tíu lögbrot sem brotin voru á manninum við útskrift hans. Fyrir liggur dómur þar sem maðurinn var sviptur sjálfræði. Lögfræðingur fjölskyldunnar og spítalinn hafa fundað um málið. Spítalinn neitar að tjá sig. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, telur að þegar fólk leiti til spítalans vegna ákveðins vanda eigi það rétt á að fá úrlausn sinna mála. Geðhjálp hefur fengið ábendingar nú í sumar um að fólk sem leitað hefur til spítalans telur sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem það þurfti. „Það hefur verið gríðarlegt álag á geðsviðinu á þessu ári sérstaklega. Nýtingin er um 108 prósent. Þá segir sig sjálft að það sé gríðarlega mikið á lag á spítalanum og starfsfólki. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og skortur á fjármunum, það þarf að leysa. Svo þarf að vera gríðarlega góð samvinna við sveitarfélögin. Það er ekki nóg því þau þurfa líka að vera með úrræði við hæfi. Það þarf húsnæði og meðferð og tryggja þessa samfellu, það er það sem við viljum sjá,” segir Anna Gunnhildur. Hún bendir einni á að í geðheilbrigðisstefnunni kemur fram að binda eigi í lög þétta samvinnu sveitarfélaga og ríkis. „Ég veit ekki hvort hafist sé handa við það. En bendi á að það er mjög mikilvægt því þessi flokkur liggur þarna báðum megin,” segir hún.
Tengdar fréttir Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40