Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Kristján Már Unnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. maí 2018 17:36 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“ Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent