Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Kristján Már Unnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. maí 2018 17:36 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“ Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00