Dreifa dömubindum og túrtöppum um borgina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2018 21:35 Konurnar í Kvennahreyfingunni vilja koma hreinlætisvörum inn í allar opinberar byggingar. Vísir/Egill Kvennahreyfingin, sem býður fram til borgarstjórnar, mun á morgun og næstu daga koma dömubindum og túrtöppum fyrir víðs vegar um borgina. Þetta er liður í átaki liðskvenna í Kvennahreyfingunni sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um þarfir alls fólks í almannarýminu. Átakið hefst á morgun, laugardag, klukkan 15.30 og verður fyrstu bindunum komið fyrir í salernum Ráðhúss Reykjavíkur. „Við ætlum að lauma þeim hingað og þangað,“ segir Ólöf Magnúsdóttir, oddviti Kvennahreyfingarinnar, um næstu daga. „Eitt af okkar aðalstefnumálum er að okkur finnst dömubindi og túrtappar vera sjálfsagðar hreinlætisvörur. Helmingur mannkyns fer á túr reglulega. Okkur finnst að þetta eigi að vera í öllum opinberum byggingum á vegum borgarinnar.“ Kvennahreyfingarkonum þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að aðbúnaður og aðstaða endurspegli þennan veruleika. Þeim finnst sérstaklega aðkallandi að hreinlætisvörurnar séu í boði í skólum landsins. „Í skólum erum við með ungt fólk sem fer á blæðingar og maður veit ekki hvernig aðgangur allra er að þessum hreinlætisvörum og þess vegna finnst okkur þetta mjög mikilvægt.“Ætliði að hrinda þessu í framkvæmd, þegar og ef þið komist í borgarstjórn?„Já, þetta er á aðgerðaráætlun okkar sem eitt af okkar stóru málum og við munum tala fyrir þessu í borgarstjórn, alveg hiklaust.“ Ólöf segir að það ríki baráttuhugur og gleði innan Kvennahreyfingarinnar. „Við mældumst með 2% í síðustu könnun þannig að við erum agalega bjartsýnar og hamingjusamar.“ Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Kvennahreyfingin, sem býður fram til borgarstjórnar, mun á morgun og næstu daga koma dömubindum og túrtöppum fyrir víðs vegar um borgina. Þetta er liður í átaki liðskvenna í Kvennahreyfingunni sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um þarfir alls fólks í almannarýminu. Átakið hefst á morgun, laugardag, klukkan 15.30 og verður fyrstu bindunum komið fyrir í salernum Ráðhúss Reykjavíkur. „Við ætlum að lauma þeim hingað og þangað,“ segir Ólöf Magnúsdóttir, oddviti Kvennahreyfingarinnar, um næstu daga. „Eitt af okkar aðalstefnumálum er að okkur finnst dömubindi og túrtappar vera sjálfsagðar hreinlætisvörur. Helmingur mannkyns fer á túr reglulega. Okkur finnst að þetta eigi að vera í öllum opinberum byggingum á vegum borgarinnar.“ Kvennahreyfingarkonum þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að aðbúnaður og aðstaða endurspegli þennan veruleika. Þeim finnst sérstaklega aðkallandi að hreinlætisvörurnar séu í boði í skólum landsins. „Í skólum erum við með ungt fólk sem fer á blæðingar og maður veit ekki hvernig aðgangur allra er að þessum hreinlætisvörum og þess vegna finnst okkur þetta mjög mikilvægt.“Ætliði að hrinda þessu í framkvæmd, þegar og ef þið komist í borgarstjórn?„Já, þetta er á aðgerðaráætlun okkar sem eitt af okkar stóru málum og við munum tala fyrir þessu í borgarstjórn, alveg hiklaust.“ Ólöf segir að það ríki baráttuhugur og gleði innan Kvennahreyfingarinnar. „Við mældumst með 2% í síðustu könnun þannig að við erum agalega bjartsýnar og hamingjusamar.“
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira