Vongóð um lendingu í byrjun næstu viku Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. júní 2018 12:30 Líf telur líklegt að nýr meirihluti verði myndaður fyrr en seinna Vísir/Vilhelm Oddviti Vinstri Grænna er vongóð um að lending náist í meirihlutaviðræðum í Reykjavík í byrjun næstu viku. Áfram verður fundað um helgina, en oddviti Viðreisnar segir samstöðu ríkja um helstu málefni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hófust þann 31.maí og hafa því staðið í 10 daga. Oddvitar flokkanna hafa undanfarna viku fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og halda þeir fundir áfram að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við ætlum nú aðeins að hittast um helgina, stutt. Þó við séum að gera þetta svona á fjölskylduvænan hátt þá ætlum við að gera það því allir nýir borgarfulltrúar svona af praktískum ástæðum eru að fara á námskeið á mánudagsmorguninn. Það setur ákveðið strik í tímaplanið,“ segir Þórdís Lóa.Eiga enn eftir að semja um borgarstjórastólinn Hún segir að enn hafi ekkert verið rætt um skipan í borgarstjórastólinn og aðrar stöður, en góð samstaða sé hins vegar um stóru málefnin. „Það gengur bara mjög vel. Það má ekki gleyma því að þegar við fórum af stað í formlegar viðræður þá vorum við náttúrulega búin að ræða saman allir þessir borgarstjórnarflokkar, bæði á hægri og vinstri væng. Við vorum öll búin svolítið að þreifa á samlegðaráhrifunum þannig að það hefur ekkert komið óvænt upp nema bara það sem við vissum fyrir,“ segir Þórdís Lóa. Hún vill ekki segja til um hvenær viðræður gætu klárast. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Líf Magneudóttir, oddviti VG, hins vegar líklegt að lending gæti náðst í byrjun næstu viku. Þórdís Lóa segir a.m.k. líklegra en ekki að úr viðræðunum verði borgarstjórnarmeirihluti. „Já, ég geri mér vonir um það, en þetta eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna er vongóð um að lending náist í meirihlutaviðræðum í Reykjavík í byrjun næstu viku. Áfram verður fundað um helgina, en oddviti Viðreisnar segir samstöðu ríkja um helstu málefni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hófust þann 31.maí og hafa því staðið í 10 daga. Oddvitar flokkanna hafa undanfarna viku fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og halda þeir fundir áfram að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við ætlum nú aðeins að hittast um helgina, stutt. Þó við séum að gera þetta svona á fjölskylduvænan hátt þá ætlum við að gera það því allir nýir borgarfulltrúar svona af praktískum ástæðum eru að fara á námskeið á mánudagsmorguninn. Það setur ákveðið strik í tímaplanið,“ segir Þórdís Lóa.Eiga enn eftir að semja um borgarstjórastólinn Hún segir að enn hafi ekkert verið rætt um skipan í borgarstjórastólinn og aðrar stöður, en góð samstaða sé hins vegar um stóru málefnin. „Það gengur bara mjög vel. Það má ekki gleyma því að þegar við fórum af stað í formlegar viðræður þá vorum við náttúrulega búin að ræða saman allir þessir borgarstjórnarflokkar, bæði á hægri og vinstri væng. Við vorum öll búin svolítið að þreifa á samlegðaráhrifunum þannig að það hefur ekkert komið óvænt upp nema bara það sem við vissum fyrir,“ segir Þórdís Lóa. Hún vill ekki segja til um hvenær viðræður gætu klárast. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Líf Magneudóttir, oddviti VG, hins vegar líklegt að lending gæti náðst í byrjun næstu viku. Þórdís Lóa segir a.m.k. líklegra en ekki að úr viðræðunum verði borgarstjórnarmeirihluti. „Já, ég geri mér vonir um það, en þetta eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira