Álftin sér sjálf um að reka álftir af túnum bóndans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2018 11:17 Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum, við álftarhreiðrið í túnjaðrinum á bökkum Hvítár. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49
Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16
Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15