Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 07:45 Denis Shramko var vel fagnað í Lúxemborg um helgina. Hér er hann ásamt Elizu Reid, verndara Kokkalandsliðsins eftir að gullverðlaunin voru í höfn. Kokkalandsliðið Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira