Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 13:25 Hlaupið í Skaftá hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu. Rýma þurfti Hólaskjól eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Vísir/Einar Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Sjá meira