Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. FBL/ERNIR Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða. Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira