Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. FBL/ERNIR Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða. Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira